Fréttir

Í FRÉTTUM:

13.12.2019

Í gær bauð félagið til jólakaffis og fræðslufundar þar sem þrír íslenskir læknar sögðu frá því sem er gerast um þessar mundir í sambandi við ME bæði erlendis og hér á Íslandi. Það var alveg einstaklega gleðilegt að heyra af því að á læknadögum í janúar 2020 verður fræðsluþing um ME sem þessir og fleiri læknar standa að. Nú er rætt hvar ME skuli staðsett innan heilbrigðiskerfisins, hvernig hægt sé að auðvelda greiningu og margt...

20.11.2019

ME félag Íslands hefur fengið nýtt merki teiknað af Stefaníu Þorsteinsdóttur sem situr einmitt í stjórn félagsins um þessar mundir.

Þessi fagri fugl er í bláum einkennislit ME á alþjóðavísu. Hann er táknmynd fyrir sjúklinginn og þá staðreynd að sjúkdómurinn sést sjaldnast utan á honum. Hringirnir sýna þau fjölmörgu einkenni sem halda sjúklingnum niðri og íþyngja honum þegar hann hvað eftir annað reynir að taka flugið og halda l...

9.11.2019

Annað heilsupjall M.E. félagsins var í gær á kaffihúsinu Örnu á Eiðistorgi, Seltjarnarnesi. Aðalumræðuefnið var melting sjúklinga og úrræði tengd bættri meltingu og örveruflóru. 

Kenningar belgíska M.E. sérfræðingsins

Dr. Kenny Meirleir og franska ónæmiskerfissérfræðingsins Dr. Jean Seignalet voru í brennidepli.

Einnig var fjallað um lyfið LDN og methylhjálp með lífvirkum B-vítamínum.

18.10.2019

Í gær stóð ME félag Íslands fyrir kynningu á bókinni Virkniaðlögun. Jóhanna Sól Haraldsdóttir, þýðandi bókarinnar, sagði frá höfundinum og sýndi gestum í sal og heima hvernig bókin er upp byggð og hvernig best sé að nota hana. Á frummálinu heitir hún Aktivitetsavpassing en í enskri þýðingu Classic Pacing.

Höfundurinn lagðist í mikla rannsóknarvinnu við gerð bókarinnar og er efnið vel stutt með tilvísunum í margar rannsóknir. Ma...

1.7.2019

Invest in ME Reasearch stendur fyrir árlegri ráðstefnu þar sem margir af helstu ME sérfræðingum heims segja frá rannsóknum sínum og rannsóknarniðurstöðum. Í ár birtir IiME alla fyrirlestrana á heimasíðu sinni. Smelltu hér til að sjá fyrirlestrana, það þarf að skrolla aðeins niður síðuna.

3.6.2019

Á hverju vori heldur Invest in ME Research ráðstefnu í London þar sem allir helstu sérfræðingar í rannsóknum á ME hittast, bera saman bækur sínar og halda fyrirlestra. Fulltrúi úr stjórn ME félags Íslands hefur mætt á þennan viðburð frá árinu 2014 og þannig hefur félagið haldið tengslum við önnur ME félög auk þess að fylgjast með því sem efst er á baugi í ME-málum hverju sinni. Fyrirlestrarnir frá þessu ári eru nú aðgengilegir...

31.5.2019

Félagið stóð fyrir heilsupjalli í gær á kaffihúsinu Örnu á Eiðistorgi. Nokkrir félagar hittust og ræddu óformlega um heilsutengd málefni, sérstaklega tengd ME.

ME sjúklingar njóta takmarkaðra úrræða í heilbrigðiskerfinu. Þeir hafa því þurft að bjarga sér eftir eigin leiðum og hafa oft talsverða reynslu sem getur nýst öðrum sjúklingum. Spjallað var um úrræði eins og Lyfið LDN, Methylhjálp og hlutverk næringar og þungmálmahreinsa...

13.5.2019

 

Í gær var haldið upp á útgáfu bókarinnar Virkniaðlögun sem ME félag Íslands gefur út. Félagsmönnum og öðrum var boðið upp á veitingar á Hótel Reykjavik Natura og færði stjórn félagsins nokkrum aðilum úr heilbrigðis-geiranum eintak af bókinni að gjöf.

Félagið er sérlega stolt af útgáfu þessarar bókar. Þar sem enn hefur ekki fundist lækning við ME er ánægjulegt að geta bent á úrræði sem þó hjálpar mörgum sjúklingum við að bæta l...

1.5.2019

Það bárust stórfréttir frá Open Medicine Foundation stofnuninni í vikunni. Loksins virðist vera hægt að sýna fram á mælanleg frávik hjá ME sjúklingum – eitthvað sem beðið hefur verið eftir árum og áratugum saman. Þetta er einmitt það sem allir hafa vonast til að sjá svo hægt sé að sýna fram á með óyggjandi hætti að þessi sjúkdómur sé ekki af andlegum toga heldur vegna líkmlegra þátta sem sjúklingurinn hefur ekki stjórn á. Voni...

7.3.2019

ME félag Íslands minnir á aðalfund félagsin þriðjudaginn 26. mars 2019 klukkan 16:00.

Fundarboð hefur verið sent til félagsmanna.

Fundurinn verður haldinn í sal Kristniboðsfélags Íslands að Háaleitisbraut 58-60 (norðurinngangur, sést á meðfylgjandi mynd).

Dagskrá fundar

Hefðbundin aðalfundarstörf samkvæmt lögum félagsins.

Í ár skal kjósa 4 fulltrúa í stjórn, þar af formann. Auglýst er eftir framboðum.

Framboð til stjórnar skal til...

Please reload

13.5.2019

Please reload

ME félag Íslands

mefelag@gmail.com

 

Sími: 620-2011

Pósthólf 600

222 Hafnarfjörður

Viltu styrkja félagið?

Allt starf er unnið í sjálfboðavinnu en viljir þú styrkja félagið til að hjálpa til við að mæta rekstrarkostnaði er auðvelt að gera það hér eða leggja beint inn á reikning félagsins:

Kennitala: 650311-2480

Banki: 101-26-42480

ME félag Íslands er aðili að:

 

              Öryrkjabandalagi Íslands

             

              European ME Alliance

             

              Nordic ME Network

Félagið á Facebook: