Fréttir

Í FRÉTTUM:

4.4.2020

ME félag í Noregi lét gera þetta frábæra skýringarmyndband um PEM sem er skammstöfun fyrir Post Exertional Malaise.

PEM er óvenjuleg örmögnun eftir hvers konar álag og er það einkenni sem sker ME frá öðrum sjúkdómum.

21.3.2020

Samkomubann er ekki alveg nýtt af nálinni hér á landi og í þættinum Sögur af landi sem var í Ríkisútvarpinu í desember sl. er sagt frá því ástandi sem ríkti þegar Akureyrarveikin kom upp um miðja síðustu öld. Það er fróðlegt að líta til baka í ljósi ástandsins sem ríkir um þessar mundir vegna Covid-19 en ekki síður að heyra af Akureyrarveikinni sem talinn er tengjast ME.

Þátturinn er aðgengilegur á vefnum til 20. júní 2020...

19.3.2020

HÉR ER SÍÐA ME FÉLAGSINS UM COVID-19

Covid-19 er nú heimsfaraldur og  Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin hefur lýst Evrópu miðju faraldursins. Á Íslandi ríkir samkomubann og fólk er beðið um að vera ekki í fjölmenni og halda að lágmarki tveggja metra fjarlægð frá öðrum.


En hvað um þau okkar sem eru með ME og þau sem búa með eða sjá um einstaklinga með ME?


Margir ME sjúklingar eru nú þegar mikið heima við og fara lítið út en s...

24.2.2020

Aðalfundur félagsins 2020 verður haldinn

föstudaginn 13. mars

klukkan 16:30

Fundurinn hefur verið færður á internetið og verður haldinn með fjarfundabúnaði.

Sjá tilkynningu um fjarfund.


 

Dagskrá fundar

Hefðbundin aðalfundarstörf samkvæmt lögum félagsins.

Í ár skal kjósa 3 fulltrúa í stjórn. Framboð til stjórnar skal tilkynna til skrifstofu eigi síðar en viku fyrir aðalfund.

a) Kosning fundarstjóra og fundarritara

b) Skýrsla stjór...

23.2.2020

12. maí ár hvert er alþjóðlegur dagur vitundarvakningar vegna ME. Undanfarin ár hefur verið vinsælt að taka þátt í átaki sem kallast Millions Missing sem er áhrifarík uppákoma þar sem vakin er athygli á fjarveru ME sjúklinga úr samfélaginu og líka þeim árum sem sjúklingar glata úr lífi sínu.

ME félag Íslands tók þátt í Millions Missing árin 2017 og 2018.

Í fyrra var útgáfuhóf vegna bókarinnar Virkniaðlögun sem félagið gaf þá út...

22.2.2020

Viltu taka þátt í video verkefni til að vinna að málefnum ME?

Nú gefst tækifæri til að segja frá því hvaða áhrif ME hefur á lífið og væntingar til framtíðarinnar. Það hefur alltaf háð þessum sjúklingahópi hvað aðrir hafa lítinn skilning á sjúkdómnum en nú hefur alþjóðaverkefni verið hrundið af stað sem mun vonandi skila sér í auknum skilningi og fjármagni til rannsókna.

Hver stendur að verkefninu?

ME félag Íslands er aðili að EME...

13.2.2020

Námskeið á Írlandi í sumar

Öryrkjabandalag Íslands (ÖBÍ) veitir nokkrum félagsmönnum aðildarfélaga sinna styrk til þátttöku í sumarskóla um samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks (SRFF).

Sumarskólinn verður haldinn dagana 15. til 19. júní 2020 í National
University of Ireland, Galway (NUIG)
, á vesturströnd Írlands. ÖBÍ skorar á
félagsmenn aðildarfélaga sinna að sækja um styrk til ferðarinnar. Þeir sem hljóta
styrk...

11.2.2020

Eins og margir hafa orðið varir við tók umræðan um ME kipp eftir málþing um sjúkdóminn á læknadögum í Hörpunni nú í janúar.

Í kjölfarið hefur ME félagi Íslands borist margar fyrirspurnir um hvar hægt sé að fá greiningu á ME og/eða meðferð við sjúkdómnum. Því miður getur félagið ekki bent á ákveðinn aðila innan heilbrigðiskerfisins sem tekur að sér að greina ME.

Eins og er bjóðast ekki almenn blóðpróf sem nota má til að greina s...

5.2.2020

Heilbrigðisráðherra, Svandís Svavarsdóttir, úthlutaði í gær styrkjum til félagasamtaka sem starfa að heilbrigðismálum, þar á meðal ME félags Íslands sem fékk styrk til gerðar kennslu- og æfingaefnis fyrir ME sjúklinga.

Guðrún Sæmundsdóttir formaður félagsins tók við styrknum og færði ráðherra eintak af Virkniaðlögun, bók sem félagið fékk einmitt styrk til að þýða og gefa út.

Hér er frétt um styrkveitinguna á vef Stjórnarráðsin...

1.2.2020

Sagt var frá umræðu um ME á læknadögum í aðalfréttatíma RÚV í kvöld. Rætt var við Dr. Baraniuk sem hélt fyrirlestur á læknadögum og einnig á fræðslufundi ME félags Íslands.

Í viðtalinu talar hann um að á Íslandi gefist einstakt tækifæri til að rannsaka orsakir ME því hér hafi sjúkraupplýsingar verið vel skráðar í gegnum tíðina og upplýsingar um erfðamengi séu aðgengilegar miðað við í öðrum löndum.

Sjá frétt í Ríkissjónvarpinu 1....

Please reload

Please reload

 

ME félag Íslands

mefelag@gmail.com

 

Sími: 620-2011

Pósthólf 600

222 Hafnarfjörður

Viltu styrkja félagið?

Allt starf er unnið í sjálfboðavinnu en viljir þú styrkja félagið til að hjálpa til við að mæta rekstrarkostnaði er auðvelt að gera það hér eða leggja beint inn á reikning félagsins:

Kennitala: 650311-2480

Banki: 101-26-42480

ME félag Íslands er aðili að:

 

              Öryrkjabandalagi Íslands

             

              European ME Alliance

             

              Nordic ME Network

Félagið á Facebook: