12. maí
12. maí ár hvert er alþjóðlegur dagur
vitundarvakningar um ME sjúkdóminn.
Þar sem samkomubann hefur ríkt vegna Covid-19 var ákveðið að boða ekki til sérstaks viðburðar í tilefni dagsins heldur senda bréf til fjölmiðla þar sem vakin er athygli á því að ME tilfellum fjölgar gjarnan í kjölfar faraldra eins og nú gengur yfir heiminn. Hér er síða 12. maí 2020.
Bréf til fjölmiðla og útvarpsviðtal
2020
Þetta ár sendi félagið frá sér yfirlýsingu til að kalla eftir því að samningur Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks væri uppfylltur. Þegar staða greininga og meðferða við ME á Íslandi er skoðuð er ljóst að mikið vantar upp á til að samningurinn sé uppfylltur. Hér er yfirlýsing félagsins 2019.
Yfirlýsing
2019
Frá stofnun árið 2011 hefur félagið boðað til kaffihittings 12. maí en árið 2017 tók það í fyrsta sinn þátt í alþjóðaátakinu Millions Missing. Boðað var til viðburðar á Austurvelli þar sem vakin var athygli á þeim sem eru fjarverandi frá samfélaginu og eigin lífi vegna sjúkdómsins. Hér er síða viðburðarins.
Millions Missing