top of page
12. maí

12. MAÍ ÁR HVERT ER ALÞJÓÐLEGUR DAGUR VITUNDARVAKNINGAR UM ME SJÚKDÓMINN

Copy of ME 12. maí mynd.png

2023

Jaðarsetning ME sjúklinga

Í ár bendir ME félagið á jaðarsetningu ME fólks.

ME sjúklingar eru jaðarsettir í heilbrigðiskerfinu og fá oft rangar meðferðir vegna þekkingarleysis heilbrigðisstarfólks á sjúkdómnum. Rangar meðferðir valda versnun á heilsu. 

Nemendur með ME sjúkdóminn eru jaðarsettir í skólakerfinu og fá ekki viðeigandi aðlögun, því að skólastjórnendur fá ekki fræðslu um þeirra fötlun, sem hefur valdið því að nemendur hætta í námi.  Við gerðum örstutt myndband um jaðarsetningu ME fólks sem hægt er að sjá hér.

12. maí, vido, mynd, PEM kast.jpg

2021

Ný íslensk skýringarmynd um ME

Þetta er annað árið sem Covid-19 setur strik í reikninginn og fer 12. maí því aftur fram á netinu. Að þessu sinni býður félagið upp á frumsýningu á nýrri, íslenskri skýringarmynd um ME. Einnig birtist grein eftir Friðbjörn Sigurðsson lækni í Morgunblaðinu í tilefni dagsins. Hér er síða 12. maí 2021.

Doctor with Files

2020

Bréf til fjölmiðla og útvarpsviðtal

Þar sem samkomubann hefur ríkt vegna Covid-19 var ákveðið að boða ekki til sérstaks viðburðar í tilefni dagsins heldur senda bréf til fjölmiðla þar sem vakin er athygli á því að ME tilfellum fjölgar gjarnan í kjölfar faraldra eins og nú gengur yfir heiminn. Hér er síða 12. maí 2020.

Sameinuðu þjóðirnar.png

2019

Yfirlýsing

Þetta ár sendi félagið frá sér yfirlýsingu til að kalla eftir því að samningur Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks væri uppfylltur. Þegar staða greininga og meðferða við ME á Íslandi er skoðuð er ljóst að mikið vantar upp á til að samningurinn sé uppfylltur. Hér er yfirlýsing félagsins 2019.

Skór á kirkjutröppum 2018.jpg

2018

Millions Missing

Ákveðið var að taka aftur þátt í Millions Missing átakinu. Að þessu sinni var farið til Akureyrar í tilefni þess að liðin voru 70 ár frá Akureyrarveikinni sem skildi eftir sig marga ME sjúklinga.
Hér er síða viðburðarins.

18424084_10154832547034565_4863263436308

2017

Millions Missing

Frá stofnun árið 2011 hefur félagið boðað til kaffihittings 12. maí en árið 2017 tók það í fyrsta sinn þátt í alþjóðaátakinu Millions Missing. Boðað var til viðburðar á Austurvelli þar sem vakin var athygli á þeim sem eru fjarverandi frá samfélaginu og eigin lífi vegna sjúkdómsins. Hér er síða viðburðarins.

bottom of page