top of page

VIRKNIAÐLÖGUN

bók um betra líf með ME

Það er ME félagi Íslands sérstök ánægja að geta nú boðið félagsmönnum og öðrum að kaupa bók sem reynst hefur mörgum ME sjúklingum gagnleg.

Virkniaðlögun er íslensk þýðing á norsku bókinni Aktivitetsavpassning eftir Ingebjörg Midsem Dahl.

Almennt verð bókarinnar er 5.550 krónur.

burðargjald Póstsins kr. 650 er innifalið í verðinu. 
 

Skuldlausir félagsmenn í ME félaginu fá töluverðan afslátt og greiða aðeins 3.150    krónur, burðargjald Póstsins  kr. 650
er innifalið í verðinu. 

Bókin er aðeins seld á vefsíðunni. 

Virkniaðlögun forsíða_edited.jpg

Þótt þessi bók sé skrifuð með ME sjúklinga í huga er hún gagnleg öllum sem kljást við einhver veikindi sem valda miklu orkuleysi og þreytu. Höfundurinn kynnir hér sína útfærslu á aðferð sem margir fræðimenn mæla með, t.d. höfundar greiningarviðmiða sem notuð eru fyrir ME. Virkniaðlögun hjálpar fólki að stjórna daglegu lífi svo það örmagnist síður og nái þannig að lifa fyllra og meira gefandi lífi.
Bókin er 297 blaðsíður og í A-4 stærð. 

Ingebjörg Midsem Dahl fæddist árið 1979 í Osló þar sem hún býr enn í dag. Hún var greind með ME árið 1983 og hefur í mörg ár unnið að málefnum tengdum sjúkdómnum. Henni er kappsmál að kenna fólki að ná stjórn á aðstæðum sínum og forðast þannig örmögnun. 

Í bókinni er kafli sem fjallar um skóla og nám. Þar er bent á grein með upplýsingum fyrir skóla hér á heimasíðunni í íslenskri þýðingu.

Aftast í bókinni eru vinnublöð. Það er hægt að nálgast þau hér á síðunni og prenta út.

Jafningjastuðningur á Facebook

Þú getur sótt um að ganga í hóp á Facebook síðu sem sérstaklega var stofnuð fyrir þá sem vilja tileinka sér virkniaðlögun. Síðan er á vegum ME félags Íslands sem er útgefandi bókarinnar Virkniaðlögun: Fyrir betra líf með ME.

Jóhanna Sól Haraldsdótir, þýðandi bókarinnar, 

hitti Anna Louise Midsem á ME ráðstefnu IiME í London og færði henni eintak af íslenskri þýðingu bókarinnar. Anna Louise er móðir höfundarins, Ingebjørg Midsem Dahl.

Þann 12. maí 2019 var haldið upp á útgáfu bókarinnar á Hótel Reykjavík Natura og var félögum og öðrum boðið að halda upp á þennan áfanga félagsins.

Nokkrum fulltrúum úr heilbrigðisgeiranum var einnig boðið að mæta og þyggja eintak af bókinni að gjöf.

Fræðslufundur

Félagið hélt fræðslufund þann 17. október 2019 þar sem þýðandi bókarinnar, Jóhanna Sól Haraldsdóttir, kynnti bókina og ræddi hvernig best sé að nota hana.

 

Vinnublöð
bottom of page