RANNSÓKNIR

1. júlí 2019

Bresku samtökin Invest in ME Reasearch (IiME) standa árlega fyrir ráðstefnu í London þangað sem læknar, vísindafólk, sjúklingar, aðstandendur og fulltrúar ME samtaka streyma til að hittast og bera saman bækur sínar. Þarna lærir fólk um flest af því sem er að gerast í heimi ME rannsókna og eru ráðstefnurnar alltaf teknar upp. Í ár birtir IiME fyrirlestrana á heimasíðu sinni svo nú er auðvelt að nálgast nýjustu þekkingu á þessu sviði.

Cytokines - samskipti fruma

2015

Stór og þekkt rannsókn þar sem saman komu margir helstu sérfræðingar í ME. Niðurstöður hennar þykja marka ákveðin tímamót þar sem þær sýna fram á greinilegar breytingar á frumuboðum á fyrstu stigum sjúkdómsins. Þær gefa líka til kynna hvers vegna svo erfiðlega hefur gengið að finna lífmerki (biomarkers) fyrir ME.

Rituximab

Lyfjarannsókn í Noregi

Eins og svo margt í heimi vísindanna var það fyrir slysni að fólk áttaði sig á því að Rituximab gæti hugsanlega gagnast gegn ME. Krabbameinssjúklingar sem fengu lyfið sögðu frá því að því hefði hreinlega batnað af ME - rétt eins og það væri aukaverkun af krabbameinsmeðferðinni.

Endum ME/CFS

Allsherjar endurskoðun

Open Medicine Foundation tilkynnir stærsta rannsóknarverkefni sem hefur verið skilgreint fyrir M.E.

Ron Davis PhD,  stýrir verkefninu en hann á son sem er með sjúkdóminn á mjög alvarlegu stigi.  Ron hefur verið í forsvari fyrir Erfðarannsóknarstöð Stanford...

The Microbe Discovery Project

Örverur í meltingarvegi

Sú rannsókn sem beðið er eftir með hvað mestri eftirvæntingu á meðal M.E. sjúklinga í Bandaríkjunum er væntanleg rannsókn Dr. Ian Lipkin á örverumengi í meltingarvegi (þarmaflóru) sjúklinga sem ber nafnið The Microbe Discovery Project.

Please reload

 

ME félag Íslands

mefelag@gmail.com

 

Sími: 620-2011

Pósthólf 600

222 Hafnarfjörður

Viltu styrkja félagið?

Allt starf er unnið í sjálfboðavinnu en viljir þú styrkja félagið til að hjálpa til við að mæta rekstrarkostnaði er auðvelt að gera það hér eða leggja beint inn á reikning félagsins:

Kennitala: 650311-2480

Banki: 101-26-42480

ME félag Íslands er aðili að:

 

              Öryrkjabandalagi Íslands

             

              European ME Alliance

             

              Nordic ME Network

Félagið á Facebook: