top of page

RANNSÓKNIR

IiME ráðstefna vísindamanna 18-19 maí 2022

Bresku samtökin Invest in ME Reasearch (IiME) eru með rafræna vísindaráðstefnu þetta árið. Þar koma saman læknar og nokkrir af helstu rannsakendum á ME í heiminum sem kynna sínar rannsóknir.  Rannsóknir á ME í kjölfar Covid-19 veikinda verða kynntar. 

Fyrirlestrar frá opnum ráðstefnum fyrri árum hafa verið teknir upp og eru aðgengilegir á Youtube
Heimasíða IiME

iimer-logo-2019tr_edited.png
Open Medicine Foundation

Eru öflug samtök um ME sjúkdóminn. Fjölmargir fyrirlestrar frá rannsakendum á ME eru aðgengilegir á YouTube rásinni þeirra. 

Endum ME/CFS

Allsherjar endurskoðun

Open Medicine Foundation tilkynnir stærsta rannsóknarverkefni sem hefur verið skilgreint fyrir ME. Hér má sjá heimasíðu rannsóknarverkefnisins.

Ron Davis PhD,  stýrir verkefninu en hann á son sem er með sjúkdóminn á mjög alvarlegu stigi.  Ron hefur verið í forsvari fyrir Erfðarannsóknarstöð Stanford...

Ráðstefnan féll niður í ár vegna Covid-19

Bresku samtökin Invest in ME Reasearch (IiME) standa árlega fyrir ráðstefnu í London þangað sem læknar, vísindafólk, sjúklingar, aðstandendur og fulltrúar ME samtaka streyma til að hittast og bera saman bækur sínar. Þarna lærir fólk um flest af því sem er að gerast í heimi ME rannsókna og eru ráðstefnurnar alltaf teknar upp. Í fyrra birti IiME fyrirlestrana á heimasíðu sinni svo nú er auðvelt að nálgast nýjustu þekkingu á þessu sviði.

Cytokines - samskipti fruma

2015

Stór og þekkt rannsókn þar sem saman komu margir helstu sérfræðingar í ME. Niðurstöður hennar þykja marka ákveðin tímamót þar sem þær sýna fram á greinilegar breytingar á frumuboðum á fyrstu stigum sjúkdómsins. Þær gefa líka til kynna hvers vegna svo erfiðlega hefur gengið að finna lífmerki (biomarkers) fyrir ME.

Rituximab

Lyfjarannsókn í Noregi

Eins og svo margt í heimi vísindanna var það fyrir slysni að fólk áttaði sig á því að Rituximab gæti hugsanlega gagnast gegn ME. Krabbameinssjúklingar sem fengu lyfið sögðu frá því að því hefði hreinlega batnað af ME - rétt eins og það væri aukaverkun af krabbameinsmeðferðinni.

Örverur í meltingarvegi

Columbia University

Dr. Ian Lipkin hóf þessa rannsókn sem kallaðist upphaflega The Microbe Discovery Project.

Hann, ásamt Dr. Mady Hornig, fer enn fyrir rannsókninni sem nú kallast The Microbial Discovery and Immunity in ME/CFS en er stundum kölluð The ME/CFS Monster Study. Nú er hún hluti af stærra verkefni sem ME/CFS rannsóknasetur Columbia háskóla í USA vinnur að.
Hér er stuttlega sagt frá
þessu stóra verkefni á síðu háskólans.

Please reload

bottom of page