top of page

VIÐTÖL

Dr. Baraniuk á Íslandi, viðtal á RÚV

1. febrúar 2020

Dr. Baraniuk var gestur á málþingi um ME á læknadögum þann 23. janúar 2020 og var þetta viðtal tekið við hann í tilefni þess. Birt í kvöldfréttum Ríkissjónvarpssins þann 1. febrúar 2020.

Viðtöl í tilefni Læknadaga

26. janúar 2020

Í tilefni málþings um ME á læknadögum í Hörpunni þann 20. janúar 2020 birti Morgunblaðið mjög áhugavert viðtal við Svein Benediktsson þar sem hann segir frá reynslu sinni af ME. Einnig er rætt við Dr. James Baraniuk sem kom til landsins til að taka þátt í málþingi um ME á Læknadögum í Hörpunni þann 20. janúar.

Hér er viðtalið við Svein og Dr. Baraniuk en það er einnig hluti af stærri grein sem hér er á pdf formi. Þessu er deilt með góðfúslegu leyfi Morgunblaðsins.

Útvarpsviðtal á RÚV

23. janúar 2020

Í Mannlega þættinum var rætt við Friðbjörn Sigurðsson lækni og Guðrúnu Sæmundsdóttur formann ME félags Íslands í tilefni læknadaga í janúar 2020. 

Ernir Snorrason læknir

19. nóvember 1919

​Ernir Snorrason heitinn var íslenskur læknir og vísindamaður sem rannsakaði ME sjúkdóminn. Rannsóknir hans vöktu athygli á alþjóðavettvangi og hér er vísað á grein um lyf sem hann átti þátt í að þróa. Ernir var fullkomlega ósammála þeim kenningum sem ríktu um eðli ME og það er áhugavert að lesa hvað hann hafði um það að segja. 

Um ME, Akureyrarveikina og Millions Missing

N4 sjónvarp, Föstudagsþátturinn 16. mars 2018

Viðtal við Herdísi Sigurjónsdóttur, varaformann ME félags Íslands, í Föstudagsþættinum á sjónvarpsstöðinni N4. Rætt er um sjúkdóminn sjálfan og tengingu hans við Akureyrarveikina sem kom upp hérlendis og telst til ME faraldra síðustu aldar. Einnig segir Herdís frá Millions Missing viðburðinum sem fer fram um allan heim þann 12. maí sem er alþjóðlegur baráttudagur fyrir viðurkenningu á ME.

Viðtal við Guðrúnu Sæmundsdóttur

27. september 2017

Guðrún Sæmundsdóttir er fjórði formaður ME félags Íslands. Þetta viðtal birtist í Vísi í tilefni fyrstu ráðstefnu félagsins sem haldin var þann 28. september 2017.  

Noregur: Námskeið fyrir unglinga og forráðamenn

24. apríl 2017

Í viðtali við Sigurbjörgu Daníelsdóttur segir hún frá námskeiði í Noregi fyrir unglinga með ME/CFS og forráðamenn þeirra. Dóttir Sigurbjargar er með ME/CFS og þær mæðgur fóru á þetta námskeið. Norðmenn eru þarna alveg til fyrirmyndar og það væri frábært að geta haldið svona námskeið á Íslandi.

Viðtal við Eyrúnu Sigrúnardóttur

30. apríl 2014

Eyrún var þriðji formaður ME félags Íslands. Þetta viðtal birtist á spyr.is

"Eyrún Sigrúnardóttir er formaður ME félags Íslands auk þess að starfa sem bókari í hlutastarfi. Hún hefur verið með síþreytugreiningu frá árinu 1997. Umræðan um ME (myalgic encephalomyelitis) kom upp...

Viðtal við Gísla Þráinsson

Fréttatíminn, 28. október 2011

Gísli Þráinsson steig fram með sína sögu árið 2011 þegar umræðan um ME var rétt að byrja og ME félag Íslands var nýstofnað. Þetta viðtal vakti mikla athygli meðal sjúklinga sem höfðu átt við óskýrð veikindi að stríða. Hér er það á pdf formi.

Viðtal við Dagfríði Ósk Gunnarsdóttur

18. mars 2011

Dagfríður (Dæja) var fyrsti formaður ME félags Íslands. Þetta viðtal birist í Pressunni. Laugadaginn 12. mars sl. var stofnfundur ME félags Íslands haldinn í sal Kringlukráarinnar í Reykjavík. ME er skammstöfun á Myalgic Encephalomyelitis en „myalgic“ stendur fyrir vöðvaverki og „encephalomyelitis“ fyrir...

Please reload

bottom of page