top of page
Fundir og fræðsla

Félagið heldur af og til fundi fyrir félagsmenn og fær stundum sérfræðinga til að halda fyrirlestra.

Hér er listi yfir það sem gerst hefur:

Dr_edited.jpg

20. janúar 2020

Dr. James Baraniuk

ME sérfræðingurinn Dr. James Baraniuk hélt erindi á læknadögum í janúar 2020. ME félag Íslands notaði tækifærið og fékk hann til að halda erindi fyrir félagsmenn og aðra áhugasama.
Hér er síða viðburðarins.

christmas-background-22.jpg

12. desember 2019

Undanfari Læknadaga 2020

Það urðu tímamót í sögu ME á Íslandi þegar ákveðið var að halda málþing um ME á læknadögum í janúar 2020. Á þessum jólafundi félagsins mættu læknarnir Friðbjörn Sigurðsson, Kristín Sigurðardóttir, Tekla Hrund Karlsdóttir og Una Emilsdóttir. Þau sögðu frá Læknadögum og mörgu fleiru. Hér er síða viðburðarins.

Bókin borði.jpg

17. október 2019

Kynning á Virkniaðlögun, bók um betra líf með ME

Í tilefni þess að félagið lét þýða og gaf út bókina Virkniaðlögun var boðið  til fræðslufundar þar sem þýðandinn, Jóhanna Sól Haraldsdóttir, kynnti aðferðina sem sagt er frá í bókinni. Hér er síða bókarinnar þar sem sagt er frá þessum viðburði, útgáfuhófi og öllu öðru sem bókinni tengist.

Frozen Field

11. desember 2018

Fræðslufundur og jólakaffi

Þetta var í fyrsta sinn sem félagið fékk gestafyrirlesara sem voru sérfræðingar á sínu sviði. Þetta var líka í fyrsta sinn sem viðburði á vegum félagsins var streymt í beinni útsendingu. Kristín Sigurðardóttir læknir, Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir líffræðingur og Lilja Kjalarsdóttir lífefnafræðingur héldu erindi.
Hér er síða viðburðarins
.

ME félag LOGO.jpg

13. apríl 2015

Fyrsti fræðslufundur félagsins

Fyrsti fundurinn var haldinn í safnaðarheimili Grensáskirkju og var ágætlega sóttur. Þar var félagið kynnt og sagt frá fyrstu ráðstefnunni sem fulltrúar félagsins sóttu erlendis. Einnig var sagt frá þremur rannsóknum sem voru ofarlega á baugi um þær mundir. Hér er frétt um fundinn.

bottom of page