top of page
Skraut rautt.png

Fræðslufundur og jólakaffi ME félags Íslands 2019

Snjókorn silfur, hvítt.png
Skraut rautt.png

Fimmtudaginn 12. desember
Klukkan 15:30 - 18:00
í Sal Garðyrkjufélags Íslands
Síðumúla 1 (gengið inn frá Ármúla)

Snjókorn silfur, hvítt.png
Snjókorn silfur, hvítt.png
Skraut rautt.png
Skraut rautt.png
Skraut rautt.png
Snjókorn silfur, hvítt.png
Snjókorn silfur, hvítt.png

ME félag Íslands bauð til jólakaffis og fræðslufundar þar sem þrír íslenskir læknar sögðu frá því sem er gerast um þessar mundir í sambandi við ME bæði erlendis og hér á Íslandi.

 

Það var alveg einstaklega gleðilegt að heyra af því að á læknadögum í janúar 2020 verður fræðsluþing um ME sem þessir og fleiri læknar standa að. Nú er rætt hvar ME skuli staðsett innan heilbrigðiskerfisins, hvernig hægt sé að auðvelda greiningu og margt fleira sem sjúklingar hafa lengi látið sig dreyma um.

Skraut rautt.png
Snjókorn silfur, hvítt.png
Skraut rautt.png
Snjókorn silfur, hvítt.png

Friðbjörn Sigurðsson er krabbameinslæknir og framhaldsmenntunarstjóri lyflækninga á Landspítalanum. Hann sagði frá starfi Evrópsku ME læknasamtakanna EMECC (European ME Clinicians Council) sem hann er hluti af. Einnig sagði hann frá því hvað þessi íslenski samstarfshópur lækna hefur rætt á sínum fundum, til dæmis hvernig best væri að kynna sjúkdóminn bæði fyrir læknum og almenningi. Fulltrúar hópsins fóru á fund landlæknis og fleiri merkilegir fundir eru á döfinni. 

Kristín Sigurðardóttir bráðalæknir hélt erindi á fræðslu- og jólafundi félagsins fyrir ári síðan. Hún kom aftur á fundinn í ár og sagði frá ráðstefnu um ME í Svíþjóð sem hún fór á í haust. Kristín fylgist mjög vel með ME rannsóknum og hefur frá mörgu að segja.

 

Tekla Hrund Karlsdóttir læknir starfar með rannsóknahópnum EMERG (European ME Research Group) sem er rannsóknarteymið í evrópska samstarfinu. Hún sagði frá ýmsu áhugaverðu varðandi ME og einnig hvernig áhugi hennar á ME kviknaði.

Eftir kaffihlé var fyrirspurnatími og þá bættist Una Emilsdóttir lyflæknir í hópinn.

Hún hefur mikinn áhuga á umhverfislækningum sem snúast um hver áhrif efni í mat og öllu umhverfi okkar hefur á heilsuna.

Skraut rautt.png
Skraut rautt.png
Skraut rautt.png
Skraut rautt.png
bottom of page