top of page
Fræðslufundur og jólakaffi 2018

ME félag Íslands býður félaga og aðra áhugasama velkomna á fræðslufund og jólakaffi.

Dagsetning: 11. desember 2018

Tími: 16:00 - 18:00

Staður: Vallakór 4, Kópavogi

FUNDINUM VERÐUR STREYMT Á FACEBOOK SÍÐU FÉLAGSINS

svo fólk getur fylgst með að heiman og jafnvel sent inn spurningar til fyrirlesara.

Gestir eru beðnir um að vera ekki með ilmvatn, rakspíra eða annað sem getur valdið óþægindum. 

Húsnæðið hentar viðkvæmu fólki mjög vel og mikilvægt er að halda því þannig.

Veikindi, vegferð og vísindi

Kristín Sigurðardóttir, slysa- og bráðalæknir hefur fylgst með ME rannsóknum um nokkuð skeið.

Hún hefur hún farið á fundi erlendis fyrir félagið og segir hér frá því sem hún hefur lært á þeirri vegferð.

Rakaskemmdir í húsnæði og fjölefnaóþol /byggingarefni

Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir, líffræðingur, ræðir hvernig ýmislegt í umhverfi okkar getur haft áhrif á heilsuna. 

Þetta er áhugavert fyrir ME sjúklinga því margir þeirra eiga í vandræðum með umhverfisþætti.

Orkustöðvar frumanna

Dr. Lilja Kjalarsdóttir lífefnafræðingur segir frá starfsemi hvatbera. Mikið hefur verið rætt um hugsanlegan þátt hvatbera í ME og margar rannsóknir verið gerðar.

Jólakaffi

Eftir hvern fyrirlestur er hægt að spyrja spurninga, líka þeir sem heima eru og fylgjast með í gegnum streymið. 

Svo verður gaman að spjalla aðeins saman yfir léttum veitingum.

bottom of page