Fréttatilkynning, stofnun félagsins


Laugadaginn 12. mars sl. var stofnfundur ME félags Íslands haldinn í sal Kringlukráarinnar í Reykjavík. ME er skammstöfun á Myalgic Encephalomyelitis en „myalgic“ stendur fyrir vöðvaverki og „encephalomyelitis“ fyrir bólgur í heila eða mænu. ME er upprunalegt heiti á sjúkdómi sem stundum hefur verið nefndur síþreyta en þar sem sú nafngift þykir draga úr alvarleika sjúkdómsins hefur verið ákveðið að leggja það nafn niður.

Á stofnfundardegi voru 26 skráðir félagar en stofnfélagaskrá verður opin til 26. mars nk. Markmiðið með stofnun félagsins er að vekja athygli á sjúkdómnum og kynna hann almenningi en jafnframt að skapa sameiginlegan vettvang til að vinna að hagsmunamálum félagsmanna og aðstoða þá í baráttunni fyrir bættri líðan. Jafnframt mun félagið leggja kapp á að afla nýjustu upplýsinga úr læknisfræðilegum rannsóknum á sjúkdómnum og koma þeim á framfæri sem víðast.

Í fyrstu stjórn félagsins var ég kjörin formaður og með mér í stjórn voru kjörin Jóhanna Sól Haraldsdóttir, Benedikt Birgisson, Anna Dóra Valsdóttir og Eyrún Sigrúnardóttir. Í varastjórn voru kjörnar Ingibjörg Hlíðkvist Ingadóttir og Nanna Guðrún Yngvadóttir.

Félagið er opið öllum þeim sem láta sér þetta málefni varða en þeir sem vilja gerast stofnfélagar eða kynna sér þetta málefni nánar geta haft samband á tölvupóstfangið mefelag@gmail.com eða tengst facebook síðu félagsins, ME félag Íslands.

Það er alveg á hreinu að þessi félagastofnun er stórt skref í rétta átt í baráttu okkar ME sjúklinganna og er ég sannfærð um að það séu bjartari tímar framundan!

Þessi fréttatilkynning birtist í Pressunni 18. mars 2011 í tilefni stofnunar ME félags Íslands.

Dagfríður Ósk Gunnarsdóttir, fyrsti formaður félagsins.


Fréttir

 

ME félag Íslands

Pósthólf 600

222 Hafnarfjörður

 

Sími: 620-2011

 

mefelag@gmail.com

Viltu styrkja félagið?

Allt starf er unnið í sjálfboðavinnu en viljir þú styrkja félagið til að hjálpa til við að mæta rekstrarkostnaði er auðvelt að gera það hér eða leggja beint inn á reikning félagsins:

Kennitala: 650311-2480

Banki: 101-26-42480

ME félag Íslands er aðili að:

 

              Öryrkjabandalagi Íslands

             

              European ME Alliance

             

              Nordic ME Network

Félagið á samfélagsmiðlum:

  • Facebook
  • Twitter
  • YouTube
  • Instagram