top of page

Norðurlandasamstarf


Í dag var Nordic ME Network stofnað í Osló. Það er bandalag ME félaga á Norðurlöndunum og voru fulltrúar stofnfélaganna allir viðstaddir; frá Noregi, Svíþjóð, Danmörku, Finnlandi og svo auðvitað frá ME félagi Íslands.

Norðmenn tóku vel á móti okkur öllum og báru í okkur krásir á milli vinnutarna.

Á þessum stofnfundi voru lög samtakanna ákveðin og margt annað þurfti að ræða. Stefnan er tekin á að halda einhvers konar norræna ráðstefnu eða málþing, helst að hausti 2016.

Næsti fundur verður haldinn í Kaupmannahöfn næsta haust (2015) en í milltíðinni hittist hópurinn nokkrum sinnum á Skype.


Fréttir
bottom of page