top of page

Aðalfundur 2024

Aðalfundur ME félags Íslands 7. maí kl. 17:00


Sigtúni 42 (húsnæði Öryrkjabandalags Íslands)

í Oddsstofu á 1. hæð.

 

Hægt er að taka þátt í fundinum í gegnum Zoom fjarfundarforritið:


Meeting ID: 849 9060 4064

Passcode: 908591



Efni fundarins:


Hefðbundin aðalfundarstörf samkvæmt lögum félagsins. Í ár skal kjósa 2 aðalmenn og 2 varamenn í stjórn. Formaður var kosinn í fyrra til tveggja ára.


Öll framboð til stjórnar skal tilkynna til ME félagsins eigi síðar en viku fyrir aðalfund, með því að senda póst á mefelag@gmail.com 


Við minnum á að atkvæðisrétt á aðalfundi hafa þeir sem eru skráðir í félagið eigi síðar en viku fyrir aðalfund og eru skuldlausir. Það er hægt að greiða félagsgjöldin með því að millifæra á reikning félagsins. Félagsgjaldið er 2.000 krónur


Bankaupplýsingar félagsins:

Kennitala: 650311-2480

Banki: 101-26-42480


Dagskrá aðalfundar samkvæmt 6. grein laga félagsins:


a) Kosning fundarstjóra og fundarritara

b) Skýrsla stjórnar

c) Endurskoðaðir ársreikningar félagsins lagðir fram

d) Umræður og afgreiðsla á skýrslu stjórnar og ársreikningum

e) Upphæð árgjalds ákveðin

f) Lagabreytingar

g) Kosning stjórnar samkvæmt 9. grein

h) Kosning tveggja skoðunarmanna reikninga

i) Kosning nefnda

j) Önnur mál


ME félagið er hagsmunafélag okkar sem erum með ME sjúkdóminn og því er mikilvægt að við sitjum sjálf í stjórn félagsins og tökum sjálf allar ákvarðanir er varða okkar félag. Við þekkjum best þær aðstæður sem fólk með ME býr við og hindranir sem það mætir. Þannig vinnum við samkvæmt Samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðra/langveikra og áherslum Öryrkjabandalags Íslands sem við eigum aðild að sem eru "Ekkert um okkur án okkar!" 


Við hvetjum áhugasama félagsmenn til að gefa kost á sér í stjórn, hægt er að taka þátt í öllum stjórnarstörfum á netinu. 

Með góðri kveðju


Stjórn ME félags Íslands

Comentarios


Fréttir
bottom of page