top of page

Dr. Jonas Bergquist með fyrirlestur hjá ME félaginu.

Updated: Jan 21, 2023



Einn af fremstu vísindamönnum heims í ME rannsóknum Dr. Jonas Bergquist, verður gestur ME félagsins og heldur fyrirlestur fyrir félagsmenn okkar, fimmtudaginn 19. janúar klukkan 16:30 Fyrirlesturinn verður í sal í Reykjavík sem er aðgengilegur fyrir fatlað fólk. Þeir félagsmenn sem hafa áhuga á að mæta er bent á að láta vita í tölvupóstfangið mefelag@gmail.com og fá þá sendar nánari upplýsingar. Dr. Jonas Bergquist verður einnig með erindi á málþingi um langvarandi eftirstöðva sýkinga, á læknadögum sem haldnir verða dagana 16. - 20. janúar 2023 í Hörpu.


Dr. Bergquist er prófessor í efnafræðideild háskólans í Uppsölum í Svíþjóð auk þess að gegna stöðu gestaprófessors bæði í læknaháskólanum í Utah í USA og í Binzhou læknaháskólanum í Yantai í Kína.


Rannsóknahópur hans vinnur að því að finna leiðir til að greina og finna lífmerki hinna ýmsu sjúkdóma, þar á meðal taugahrörnunarsjúkdóma.

Rannsóknir Dr. Bergquist á ME beinast að því að rannsaka þátt ónæmis- og taugakerfisins í sjúkdómnum með sérstakri áherslu á heila- og mænuvökva.

Í háskólanum í Uppsölum stýrir hann rannsóknasetri sem vinnur að því að greina lífmerki (biomarkers) fyrir ME sem gætu auðveldað greiningu og meðerð á sjúkdómnum. Þessar rannsóknir eru hluti af samstarfsverkefni innan Open Medicine Foundation.


Dr. Bergquist er afkastamikill rannsakandi og hefur skrifað fjölmargar greinar. Hér er listi yfir það sem birst hefur eftir hann um ME/CFS.



 
 
 

Comments


Fréttir

ME félag Íslands

Sigtún 42

105 Reykjavík

 

Sími: 620 2011

mefelag@gmail.com

Viltu styrkja ME félagið?
 

Kennitala: 650311-2480

Bankareikningur: 133-15-1371

 

ME félagið er almannaheillafélag

ME félag Íslands er aðili að:

 

              Öryrkjabandalagi Íslands

             

              European ME Alliance

             

              Nordic ME Network

Félagið á samfélagsmiðlum:

Skrifstofa félagsins
er í Sigtúni 42 í
Mannréttindahúsinu

Opnunartími:
Eftir samkomulagi.

Viðtalstíma er hægt að bóka í síma 792 3828 eða í tölvupósti á netfangið: 
mefelag@gmail.com

  • Facebook
  • YouTube
  • Instagram
bottom of page