top of page

Aðalfundur 2019


ME félag Íslands minnir á aðalfund félagsin þriðjudaginn 26. mars 2019 klukkan 16:00.

Fundarboð hefur verið sent til félagsmanna.

Fundurinn verður haldinn í sal Kristniboðsfélags Íslands að Háaleitisbraut 58-60 (norðurinngangur, sést á meðfylgjandi mynd).

Dagskrá fundar

Hefðbundin aðalfundarstörf samkvæmt lögum félagsins.

Í ár skal kjósa 4 fulltrúa í stjórn, þar af formann. Auglýst er eftir framboðum.

Framboð til stjórnar skal tilkynna til skrifstofu eigi síðar en viku fyrir aðalfund.

Fyrirlestur á fundinum

Kristín Sigurðardóttir, slysa- og bráðalæknir, hélt frábæran fyrirlestur á fræðslufundi félagsins í desember sl. Hún mun mæta aftur með erindi á aðalfundinn þar sem hún ræðir hvað helst er að frétta af rannsóknum á ME.

Félagsgjöld

Við minnum á að atkvæðisrétt á aðalfundi hafa þeir sem eru skráðir í félagið eigi síðar en viku fyrir aðalfund og eru skuldlausir. Það er hægt að greiða félagsgjöldin hér.

Ef þú vilt skrá þig í félagið er einfalt að gera það hér.

Comments


Fréttir

ME félag Íslands

Pósthólf 600

222 Hafnarfjörður

 

Sími: 620-2011

mefelag@gmail.com

Viltu styrkja ME félagið?
 

Kennitala: 650311-2480

Bankareikningur: 133-15-1371

 

ME félagið er almannaheillafélag

ME félag Íslands er aðili að:

 

              Öryrkjabandalagi Íslands

             

              European ME Alliance

             

              Nordic ME Network

Félagið á samfélagsmiðlum:

  • Facebook
  • Twitter
  • YouTube
  • Instagram

Skrifstofa félagsins
er í Sigtúni 42 í
húsi Öryrkjabandalasins

Opnunartímar:
Þriðjud. og miðvikud.
kl. 12:00 - 15:0
0
Föstud. kl. 9:30 - 12:00

bottom of page